GIS dagurinn 15. nóvember
Alþjóðlegi GIS dagurinn verður haldinn miðvikudaginn 15. nóvember. Að gefnu tilefni ætlum við hjá Samsýn að bjóða viðskiptavinum okkar, gestum og öðrum áhugasömum velkomna í heimsókn til okkar á Háaleitisbraut 58-60, 2. hæð. Tækifæri er að hitta starfsmenn og fá upplýsingar um gögn og/eða aðstoð með aðgerðir í ArcGIS. Ábendingar verða líka vel þegnar. Húsið verður opið milli kl. 10 - 12. Sjá nánar um Alþjóðlega GIS daginn.