top of page
Introduction to Geoprocessing Scripts Using Python

Python er einfalt forritunarmál með mikla möguleika.

Í síðustu útgáfum af ArcGIS hefur Esri látið það verða æ stærri hluta af kerfinu og fellt það á þægilegan hátt inn í ArcGIS hugbúnaðinn, þannig að það er innbyggt í kerfið. 

Námskeið er 3 dagar.

Verð kr. 180.000,- 

Skráning á námskeið
 

Hægt er að skrá sig á námskeið með því að senda tölvupóst á namskeid@samsyn.is eða hringja í síma 570 0570.

Nálgast má yfirlit yfir öll Esri námskeið hér.  

Hægt er að óska eftir að ákveðið námskeið verði haldið miðað við að lágmarksfjöldi náist.


Eftirfarandi starfsmenn hjá Samsýn hafa hlotið vottun og viðurkenningu frá Esri:

  • Brynja Guðmundsdóttir

  • Sölvi Þór Bergsveinsson

Python er mjög hentugt til að skrifa forrit til að framkvæma aðgerðir sem þarf að endurtaka oft eða krefjast breytilegra skilyrða. Hægt er að búa til einföld skrift eða flóknari forrit og það er auðvelt að dreifa Python forritum til annarra notenda. 

Python er því öflugasta hjálpartækið fyrir þá sem vilja ná aukinni framleiðni í ArcGIS vinnslu og útvíkka möguleika kerfisins. Python er m.a. heppilegt til að útbúa stöðluð kort, breyta gögnum, búa til gögn eða ná út upplýsingum úr gagnagrunnum.

 

Nánari upplýsingar um námskeiðið má nálgast hér.

bottom of page