top of page

Gervitunglamyndir - frítt aðgengi fyrir Esri notendur


Nú býðst öllum notendum Esri hugbúnaðar frítt aðgengi að Sentinel-2 gervitunglamyndum.

Sentinel-2 tunglin eru hluti af Copernicus áætlun Geimvísindastofnunar Evrópu, sem tekur myndir með 10 m upplausn af allri jörðinni á 5 - 7 daga fresti.

Þjónusta Esri er aðgengileg notendum frá ArcGIS Living Atlas þar sem notast er við ArcGIS Online auðkenni. Gögnin eru uppfærð daglega með nýjustu myndum og geta notendur auðveldlega gert fyrirspurnir til að skoða ákveðnar myndir eða stýrt framsetningu á þeirra.

Hægt er að gera ýmsar greiningar á myndunum sem og að bera saman nýrri og eldri myndir, til að skoða þróun í náttúrunni.

Núna er búið að opna fyrir Beta útgáfu af þjónustunni. Í fyrstu nær hún ekki nema inn á mitt Ísland en þegar endanleg útgáfa kemur í sumar verður allt landið þakið, sem og nyrstu hlutar Evrópu. Með þessari þjónustu gefst notendum ArcGIS einstakt tækifæri til að skoða og greina gervitunglamyndir í vinnu sinni og rannsóknum, enda aðgengið auðvelt og þægilegt.

Gögnin má skoða á hefðbundinn hátt eða í sérstöku vefforriti frá Esri sem kallast Sentinel2Explorer og má nálgast hér

Hægt er að nálgast fréttatilkynningu Esri um málið hér og sjá frekari umfjöllun frá Esri hér

Nýlegt
Eldra
bottom of page