top of page

Íslensk eldfjallavefsjá


Íslensk eldfjallavefsjá var opnuð á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember.

Um er að ræða gagnvirka vefsíðu og opinbert uppflettirit þar sem finna má yfirlit yfir allar eldstöðvar á Íslandi, alls 32 talsins.

Vefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra ásamt aðkomu erlendra og innlendra sérfræðinga.

Samsýn kom bæði að hönnun á gagnagrunni og vefsíðu.

Ljósmynd: Evgenia Ilyinskaya

Tekin: 24. mars 2010

Nýlegt
Eldra
bottom of page