ArcÍS ráðstefna 23. september


Taktu daginn frá!


Nú fer senn að líða að ráðstefnu ArcÍS sem verður haldin þann 23. september á Hótel Natura, Reykjavík.

Við erum byrjuð að bóka erindi og dagskráin er farin að taka á sig smá mynd. Í ár verður Ian Koeppel gestafyrirlesari frá Esri og mun hann meðal annars tala um nýjustu strauma og stefnur.


Ásamt honum verður glæsilegur og fjölbreyttur hópur fyrirlesara sem deila þekkingu sinni og gefa okkur innsýn inn í starf sitt.

Skráðu þig! Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið arcis@samsyn.is


Veggspjaldakeppni verður StoryMap-keppni

Ákveðið að færa sig nær númtímanum og halda StoryMap „veggspjalda“-samkeppni.

Að sjálfsögðu verða Victors verðlaunin veitt ásamt glæsilegu gjafabréfi á veitingastað.

Nú er tækifæri að bretta upp ermar og útbúa fallegt StoryMap sem þú ert tilbúin/n að deila með okkur.

Meðfylgjandi er vefslóð þar sem hægt er að sækja sér innblástur í falleg og áhugaverð kort


Nýlegt
Eldra