top of page

Forritarar - laus störf


Við leitum að kraftmiklu, skapandi og skemmtilegu fólki til að ganga til liðs við okkur. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að vinna bæði í hóp og sjálfstætt að krefjandi og fjölbreyttum verkefnum.


Starfssvið: Þróun og forritun á kerfum Samsýnar.


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í verkfræði eða tölvunarfræði, eða önnur sambærileg menntun.

  • Reynsla í C# og SQL.

  • Reynsla af WPF er kostur.

  • Reynsla af Angular er kostur.

  • Frumkvæði, sjálfstæði og góðir samskiptahæfileikar.

Starfsumhverfi:

  • Sveigjanlegur vinnutími.

  • Hádegismatur pantaður tvisvar í viku.

  • Öflugt starfsmannafélag sem heldur reglulega viðburði þ.á.m. reglulegar árshátíðarferðir erlendis með mökum.

  • Vinnum eftir ISO 27001 fyrir stjórnun upplýsingaöryggiskerfa.

Um okkur:

  • Samsýn hefur verið starfandi frá árinu 1995.

  • Höfum fengið titilinn Framúrskarandi fyrirtæki samfellt frá árinu 2013.

  • Erum framsækið fyrirtæki á sviði hugbúnaðar, landupplýsingakerfa og stjórnkerfa fyrir vaktstöðvar á Íslandi.

  • Veitum fjölbreytta þjónustu og meðal verkefna má nefna stjórnkerfi fyrir Neyðarlínuna 1-1-2, flotastjórnunarkerfið SiteWatch og fjölmörg önnur verkefni fyrir stærstu stofnanir og fyrirtæki landsins.

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá á atvinna@samsyn.is. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri, í síma 570 0570.

Hlökkum til að heyra frá þér!

Nýlegt
Eldra
bottom of page