top of page

ISN2016 Hnitakerfið og ArcGIS


Það er orðið æ algengara að gögn séu notuð í ISN2016 hnitakerfinu. Í eldri útgáfum af ArcGIS er hægt að skilgreina það hnitakerfi á gögn og kort.

Til þess að geta varpað gögnum rétt á milli ISN2016 og eldri landshnitakerfa (ISN93 og ISN2004) þarf að uppfæra ArcGIS í nýjustu útgáfu (Desktop 10.8.1, Pro 2.6 eða Enterprise 10.8.1) og setja upp ArcGIS Coordinate Systems Data pakkann. Hann og nýjustu útgáfur af ArcGIS má nálgast á MyEsri svæðinu.

Ef diskapláss er til vandræða þá er hægt að takmarka uppsetninguna við ntv2 hlutann af Coordinate Systems Data.

Fyrir nánari upplýsingar eða aðstoð er hægt að senda okkur tölvupóst á netfangið samsyn@samsyn.is eða hafa samband í síma 570 0570.

コメント


Nýlegt
Eldra
bottom of page