Esri
Esri er stærsti framleiðandi hugbúnaðar á sviði landupplýsinga í heiminum. ArcGIS frá Esri er heildstætt kerfi sem býður upp á fjölda möguleika til að skapa og nýta landfræðilega þekkingu og gögn.
ArcGIS er öflugt kerfi þar sem hver og einn ætti að finna lausn við sitt hæfi. Kerfin eru skalanleg og henta því jafnt fyrir einstaklinga sem stór fyrirtæki og stofnanir.
Lausnir
Esri býður upp ýmsar lausnir en þær helstu eru
-
ArcGIS Pro
-
ArcGIS Enterprise
-
ArcGIS Online
-
ArcGIS Platform
Nánari upplýsingar
Vinsamlegast hafðu samband við söludeild Samsýnar fyrir nánari upplýsingar s. 570 0570
ArcGIS Pro
Býður upp á öflug tól til að samþætta gögn, framkvæma ítarlegar greiningar, útbúa líkön og setja fram niðurstöður á hágæða kortum.
Kerfið er skalanlegt og hentar því jafnt fyrir einstaklinga sem stór fyrirtæki og stofnanir.
Í boði eru þrjár mismunandi útgáfur
-
GIS Professional Basic
-
GIS Professional Standard
-
GIS Professional Advanced
ArcGIS Enterprise
Kerfið gerir notandanum kleift að útbúa, vinna og dreifa gögnum í landupplýsingakerfinu gegnum internetið.
Hægt er að framkvæma ýmsar greiningar og kalla fram niðurstöður á hágæða kortum.
Einn helsti kostur er að gögn eru hýst miðlægt og því hægt að nálgast þau hvaðan sem er.
ArcGIS Online
Öflug lausn fyrir þá sem vilja geta nálgast gögnin sín á einfaldan hátt, unnið með gagnvirk kort og framkvæmt greiningar.
Gögn eru hýst í Esri skýinu þar sem er fullkomin aðgangsstýring. Notandi getur haldið gögnum til eigin nota, veitt öðrum aðgengi eða haft opið aðgengi.
Hér er hægt er að nálgast prufuaðgang.
ArcGIS Platform
ArcGIS Platform þjónusta býður uppá ýmsar lausnir fyrir forritara og/eða hönnuði. Lausnir svo sem
kortaþjónustur og greiningartól.
Skráning fyrir þróunaraðgang er án endurgjalds