Fagmennska - Áreiðanleiki - Gæði
Samsýn er öflugt og framsækið fyrirtæki á sviði landupplýsingakerfa,
kortagerðar og stjórnkerfa fyrir vaktstöðvar á Íslandi.
Samsýn
Samsýn er öflugt og framsækið fyrirtæki á sviði landupplýsingakerfa, kortagerðar og stjórnkerfa fyrir vaktstöðvar á Íslandi. Samsýn var stofnað í febrúar árið 1995.
Vörur fyrirtækisins og þjónusta ná allt frá stafrænum loftmyndum til sérsniðinna lausna.
Fyrirtækið veitir fjölbreytta þjónustu og meðal verkefna má nefna stjórnkerfi fyrir neyðarlínuna 1-1-2, Securitas og vaktstöð siglinga, kort fyrir GPS leiðsögutæki, Borgarvefsjá og flotastjórnunarkerfi fyrir alla helstu viðbragðs- og björgunaraðila landsins.
Hjá Samsýn starfa 16 manns.
Vinnustaðurinn
Gagnkvæm virðing og náin samvinna er lykilatriði í daglegu starfi Samsýnar.
Hjá Samsýn starfar metnaðarfullur og samhentur hópur sem leggur áherslu á faglega og persónulega þjónustu.
Starfsmenn leita stöðugt leiða til að tryggja áframhaldandi framfarir á öllum sviðum fyrirtækisins.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa í góðu starfsumhverfi eru hvattir til senda okkur umsókn.
Sendu okkur fyrirspurn á netfangið: samsyn@samsyn.is eða fylltu út form hér að neðan: