top of page

Hugbúnaðargerð og ráðgjöf

Samsýn hefur víðtæka reynslu af þróun og samþáttun upplýsingakerfa með mismunandi verkfærum, en það hefur alltaf verið snar þáttur í starfssemi fyrirtækisins.

Samsýn hefur komið að gerð margra stórra upplýsingakerfa frá grunni þar sem samþáttun ólíkra kerfa er lykillinn að árangri.

Styrkleiki okkar liggur í áratugareynslu starfsmanna og fjölbreytilegra verkefna.

Verkefnin

Hafðu samband

Samsýn hefur meðal annars komið að eftirfarandi verkefnum

  • stjórnkerfi neyðarlínunnar 1-1-2,

  • stjórnkerfi Securitas,

  • stjórnkerfi vaktstöðvar siglinga,

  • landupplýsingakerfi Reykjavíkur LUKR o.fl.,

  • tilkynninga- og upplýsingakerfi fyrir RARIK

Samsýn var aðalrágjafi við gerð þessara kerfa og hefur einnig komið að miklu leiti að þjónustu við daglegan rekstur þeirra.

Hjá Samsýn starfar öflugur hópur sérfræðinga á sviði hugbúnaðargerðar og ráðgjafar í upplýsingatækni.

Samsýn býður viðskiptavinum sínum upp á margvíslega þjónustu,  meðal annars bakvaktarþjónustu þar sem hægt er að fá samband við sérfræðing 24/7.

Fyrir frekari upplýsingar um þjónustu okkar vinsamlegast sendu fyrirspurn á netfangið samsyn@samsyn.is eða hafðu samband í

síma 570 0570.

bottom of page