Leiðsögukort
Frá 2005 hefur Samsýn framleitt íslensk kort fyrir GPS leiðsögutæki og var Samsýn fyrst íslenskra fyrirtækja til að framleiða slík kort.
Kortin okkar njóta mikilla vinsælda, bæði hjá vegfarendum og útivistarfólki, og eru notendur þeirra taldir í tugum þúsunda í dag.
GPS leiðsögukort frá Samsýn eru nánast staðalbúnaður í leigu- og bílaleigubifreiðum landsins.
Gögn
Nánari upplýsingar
Bestu fáanlegar upplýsingar sem völ er á hverju sinni.
Kortin eru samsett úr gögnum Samsýnar, landupplýsingakerfis Reykjavíkur (LUKR) og Landmælinga Íslands.
Fyrirtækið hefur skuldbundið sig til að þróa kortin áfram og uppfæra staðsetningarupplýsingar reglulega.
Kortin eru fáanleg fyrir Garmin leiðsögutæki.
Hægt er að nálgast Íslandskortin hjá Garminbúðinni, Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Fyrir frekari upplýsingar um leiðsögukortin vinsamlegast sendu okkur fyrirspurn á samsyn@samsyn.is eða hafðu samband í síma 570 0570.