top of page
SiteWatch flotastjórnun

Meira öryggi og aukin hagkvæmni í rekstri!

Samsýn hefur um árabil unnið að þróun á kerfum fyrir rauntímavöktun á stöðu og staðsetningu farartækja og stýringu á tækjaflotum.  

Afurð þessarar þróunarvinnu, sem hefur miðast við að uppfylla þarfir notenda sem gera miklar kröfur til áreiðanleika og viðbragðsflýtis, er SiteWatch™ flotastýring.

Nánar
Viðskiptavinir

Með SiteWatch fær notandinn upplýsingar um öll tæki í sínum rekstri sem búin eru ferilvöktun og nákvæma staðsetningu á korti eða loftmynd. SiteWatch er notendavænt vefkerfi og aðgengilegt hvaðan sem er.

SiteWatch flotastjórnun er kerfið sem viðbragðsaðilar
Íslandi hafa valið.  

SiteWatch fellur vel að þörfum fyrirtækja sem reka bílaflota og sinna útkeyrslu af einhverju tagi.


Innifalið í SiteWatch er m.a.:

  • Rauntímayfirlit á stöðu og staðsetningu mannskaps/tækja

  • Aksturslagsgreining

  • Rafræn þjónustubók bifreiðar

  • Ítarlegar skýrslur

  • Skilaboðaþjónusta fyrir Tetra fjarskipti

  • Vöktun og tilkynningar um frávik

  • Vöktun svæða

  • Færðar- og veðurupplýsingar

  • Vefmyndavélar fyrir vegi landsins

  • Leiðarbestun

  • Verkefnaumsjón

Fjöldi tækja sem vöktuð eru með SiteWatch eru nú á fjórða þúsund og fjöldi notenda mörg hundruð.

Meðal notenda á SiteWatch flotastjórnunarkerfinu eru:

  • Viðbragðsaðilar

  • Vaktstöð siglinga

  • Vegagerðin

  • Reykjavíkurborg

  • Orkuveita Reykjavíkur

  • Pósturinn

  • Landsvirkjun

  • Mountaineers of Iceland

  • Arctic Adventures

  • Airport Associates

  • ISAVIA

  • Icelandair

Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á netfangið samsyn@samsyn.is eða hafðu samband í síma 570 0570 fyrir nánari upplýsingar.

bottom of page