
Landupplýsingar & loftmyndir
Samsýn framleiðir ýmisleg landfræðileg gögn.
Gögnin eru byggð að hluta til á viðbótum við gögn úr grunnsafni Landmælinga Íslands sem og á loftmyndum sem við höfum tekið.
Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar nýta sér þau í vinnu til við rannsóknir, hönnun, skipulag ofl.
Landupplýsingar - Gögn
Loftmyndir
Gögn okkar telja meðal annars:
-
Miðlínur gatna og stíga í þéttbýli á öllu landinu
-
Hæðarlínur
-
Heimilisfangapunktar
-
Áhugaverðir staðir og þjónusta (POI)
-
Húsflákar
Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á netfangið samsyn@samsyn.is eða hafðu samband í
síma 570 0570 til að fá nánari upplýsingar um
gögn og loftmyndir.
Um árabil hefur Samsýn tekið loftmyndir hér á landi og eigum við orðið loftmyndir og gögn sem þekja um 1/4 hluta landsins og þar af alla þéttbýlisstaði.
Síðustu loftmyndatökur:
Samsýn flaug síðast sumar 2015 og lét taka loftmyndir af um 3000 km2 svæði.
Hægt er kaupa einstaka myndir, myndbúta eða stærri svæði einnig bjóðum við upp á loftmyndaþjónustu en með henni er hægt að fá aðgang að loftmyndagrunni Samsýnar í gegnum AutoCAD eða ArcGIS.
Hér má nálgast yfirlit yfir loftmyndatöku Samsýnar.