
Fagmennska - Áreiðanleiki - Gæði
Framendaforritarar
Við leitum að kraftmiklu, skapandi og skemmtilegu fólki til að ganga til liðs við okkur. Ert þú rétta manneskjan?
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Háskólapróf í verkfræði eða tölvunarfræði, eða önnur sambærileg menntun.
-
Reynsla í vefforitun, gjarnan Angular.
-
Reynsla í C# og SQL er kostur.
-
Hafa metnað og áhuga fyrir hugbúnaðarþróun.
-
Frumkvæði, sjálfstæði og góðir samskiptahæfileikar.
Umsóknarfrestur fyrir ofangreint starf er til 1. apríl 2023
Forritarar
Við leitum að kraftmiklu, skapandi og skemmtilegu fólki til að ganga til liðs við okkur. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að vinna bæði í hóp og sjálfstætt að krefjandi og fjölbreyttum verkefnum.
Starfssvið:
Þróun og forritun á kerfum Samsýnar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Háskólapróf í verkfræði eða tölvunarfræði, eða önnur sambærileg menntun.
-
Reynsla í C# og SQL.
-
Reynsla af WPF er kostur.
-
Reynsla af Angular er kostur.
-
Frumkvæði, sjálfstæði og góðir samskiptahæfileikar.
Starfsumhverfi:
-
Sveigjanlegur vinnutími.
-
Hádegismatur pantaður tvisvar í viku.
-
Öflugt starfsmannafélag sem heldur reglulega viðburði þ.á.m. reglulegar árshátíðarferðir erlendis með mökum.
-
Vinnum eftir ISO 27001 fyrir stjórnun upplýsingaöryggiskerfa.
Um okkur:
-
Samsýn hefur verið starfandi frá árinu 1995.
-
Höfum fengið titilinn Framúrskarandi fyrirtæki samfellt frá árinu 2013.
-
Erum framsækið fyrirtæki á sviði hugbúnaðar, landupplýsingakerfa og stjórnkerfa fyrir vaktstöðvar á Íslandi.
-
Veitum fjölbreytta þjónustu og meðal verkefna má nefna stjórnkerfi fyrir Neyðarlínuna 1-1-2, flotastjórnunarkerfið SiteWatch og fjölmörg önnur verkefni fyrir stærstu stofnanir og fyrirtæki landsins.
Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá á atvinna@samsyn.is.
Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri, í síma 570 0570.
Almenn umsókn
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað þegar ráðið hefur verið í starfið.
Gildistími almennra umsókna er 5 mánuðir, eftir þann tíma er henni eytt nema beiðni komi um framlengingu.
Vinsamlegast sendið tölvupóst á atvinna@samsyn.is