ISN2016 Hnitakerfið og ArcGIS
Það er orðið æ algengara að gögn séu notuð í ISN2016 hnitakerfinu. Í eldri útgáfum af ArcGIS er hægt að skilgreina það hnitakerfi á gögn og kort. Til þess að geta varpað gögnum rétt á milli ISN2016 og eldri landshnitakerfa (ISN93 og ISN2004) þarf að uppfæra ArcGIS í nýjustu útgáfu (Desktop 10.8.1, Pro 2.6 eða Enterprise 10.8.1) og setja upp ArcGIS Coordinate Systems Data pakkann.
Hann og nýjustu útgáfur af ArcGIS má nálgast á MyEsri svæðinu. Ef diskapláss er til vandræða þá