Vefkynning 18. nóvember

Á hverju ári höfum við haldið morgunverðarkynningu þar sem kynntar hafa verið helstu nýjungarnar í ArcGIS og annað áhugavert. Þar sem aðstæður kalla eftir breyttu fyrirkomulagi þá höfum við ákveðið að bjóða uppá vefkynningu í staðinn sem verður haldin á Alþjóðlega GIS deginum miðvikudaginn 18. nóvember. HVENÆR OG HVERNIG Hvenær: 18. nóvember kl. 9:00 Hvernig: Þú skráir þig HÉR Daginn fyrir kynningu sendum við skráðum þátttakendum vefslóðina, sem veitir aðgengi. DAGSKRÁ: 09:00 – Það sem framundan er 09:05 – Stefán, Brynja & Sölvi verða með erindi um ArcGIS: nýjungar & breytingar Spurningum svarað ef tími leyfir. 09:45 – Kynningu lýkur Hér er að finna nánari upplýsingar um Alþjóðlega GIS

Ný vefsíða 112 í loftið

Síðustu mánuði hefur staðið yfir allsherjar endurskipulagning á vefsíðu Neyðarlínunnar, 112.is. Hefur það verið hluti af herferð yfirvalda til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hefur aukist nú á tímum COVID. Í fyrsta sinn er í boði beint samtal við neyðarverði 112. Hlutverk okkar hjá Samsýn var að útfæra virkni netspjalls inn í kerfi Neyðarlínunnar. Við óskum 112 innilega til hamingju með nýju vefsíðuna.

Samsýn ehf.
Háaleitisbraut 58-60,
108 Reykjavík
s. +354 570 0570
samsyn@samsyn.is
Opið alla virka daga frá kl. 09-17
  • White Facebook Icon
  • White Twitter Icon
  • White YouTube Icon

©2017 Samsýn ehf.