Ný vefsíða 112 í loftið
Síðustu mánuði hefur staðið yfir allsherjar endurskipulagning á vefsíðu Neyðarlínunnar, 112.is.
Hefur það verið hluti af herferð yfirvalda til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hefur aukist nú á tímum COVID.
Í fyrsta sinn er í boði beint samtal við neyðarverði 112. Hlutverk okkar hjá Samsýn var að útfæra virkni netspjalls inn í kerfi Neyðarlínunnar.
Við óskum 112 innilega til hamingju með nýju vefsíðuna.