top of page

Aðalfundur ArcíS 2. febrúar


Aðalfundur ArcÍS verður haldinn miðvikudaginn 2. febrúar. Sökum hertra aðgerða vegna Covid var ákveðið að fundurinn yrði haldinn á vefnum, með sama sniði og í fyrra.


Okkur er sönn ánægja að geta boðið ykkur uppá fyrirlestur frá fyrirtækinu Planet.

Planet var stofnað fyrir um áratug síðan með það að markmiði að taka gervitunglamyndir og nóg af þeim svo hægt væri að rannsaka nánasta umhverfi okkar. Í dag eiga þeir og reka sína eigin gervihnetti sem telja um 450.

Þeir bjóða viðskiptavinum sínum uppá þjónustu hvort sem er í formi áskrifta eða kaupa á einstaka myndum, sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að taka betri ákvarðanir á hverjum degi.


Fundurinn hefst kl.9:00 að morgni og búast má við að honum ljúki um kl.10:00.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Almenn aðalfundarstörf

  • Gervitunglamyndir & ArcGIS - Planet Richard Gale og Ossi Karjalaine Starfsmenn Planet mun sýna þau gervitungl og myndir sem fyrirtækið býður ásamt vinnslu á þeim með ArcGIS Pro plugin ásamt öðru áhugaverðu.

Skráning: Sendu okkur póst á netfangið samsyn@samsyn.is. Vefslóð verður send síðar sem veitir aðgengi að fundi.




Allir velkomnir!

Nýlegt
Eldra
bottom of page